Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 161 . mál.


Ed.

371. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr. í Ed., 22. des.)


1. gr.


    Samhljóða þskj. 172 með þessum breytingum:

    1. gr. hljóðar svo:
    1. gr. laganna orðast svo:
    Viðskiptabankar, sparisjóðir og veðdeildir við innlánsstofnanir skulu, með þeim takmörkunum er síðar greinir, skyldir til þess að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru í samræmi við ákvæði laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.
    Skattskyldan tekur til þessara aðila sem lögaðila skv. 2. gr. laga nr. 75/1981 þrátt fyrir undanþáguákvæði 4. gr. sömu laga eða ákvæði annarra laga sem kunna að hafa undanþegið einstakar stofnanir opinberum gjöldum og sköttum.
    2. gr. hljóðar svo:
    2. gr. laganna orðast svo:
    Til skattskyldra tekna og eigna aðila skv. 1. gr. þessara laga teljast þó ekki tekjur og eignir stofnlánasjóða sem stofnaðir eru með sérstökum lögum eða með reglugerð á grundvelli heimilda í lögum. Séu sjóðir þessir hluti af eða tengdir annarri skattskyldri starfsemi samkvæmt lögum þessum skal fjárhagur þeirra greinilega aðskilinn.